Fjármagnstekjuskattur
- solveigesig
- Feb 22, 2016
- 1 min read
Fjármagnstekjuskattur er skattur sem lagður er á eignatekjur einstaklinga utan atvinnurekstrar, þ.e. vaxtatekjur, arð, söluhagnað og leigutekjur. Ef einstaklingur hefur með höndum atvinnurekstur greiðir hann ekki sérstakan fjármagnstekjuskatt vegna fjármagnstekna sem tilheyra atvinnurekstrinum, heldur eru þær skattlagðar eftir sömu reglum og gilda um aðrar tekjur í rekstrinum.
Á fjármagnstekjur er ekki lagt útsvar og þær hafa engin áhrif á þrepaskiptingu tekjuskatts. Hins vegar teljast þær með öðrum tekjum til stofns við útreikning vaxtabóta og barnabóta.

Opmerkingen